Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

From á nótt

Radisson Blu Hótel Saga í Reykjavík sameinar frábæra staðsetningu og framúrskarandi þjónustu

Hagatorg 107 Reykjavik Iceland 
+354 5259900   |  Senda tölvupóst á hótel

Hótel Saga er staðsett við Hagatorg í hjarta Vesturbæjarins. Þaðan er stutt að sækja fjölbreytta menningu og afþreyingu hvort sem það er slökun í heitum laugum sundlaugar Vesturbæjar, fjöruferð að gömlum beitingaskúrum á Ægisíðunni með „gamla ísinn“ eða þann „nýja“ í hönd eða bara niðrí bæ sem er einungis í 10 mínútna göngufæri frá anddyri hótelsins.

Hótel Saga er sömuleiðis í næsta nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Þá ganga flugrútur reglulega beint á milli hótelsins og Keflavíkurflugvallar sem er mikill kostur þegar skipuleggja á fundi og önnur mannamót. Sex sérútbúin fundarherbergi þjóna jafnt stórum hópum sem smáum enda hefur Hótel Saga hlotið alþjóðlegar viðurkenningar (Iceland’s Leading Business Hotel) fyrir faglega og persónulega þjónustu. Matreiðslumeistarar hótelsins tryggja fyrsta flokks veisluþjónustu hvort sem um ræðir nýbakað brauð handa fundargestum á milli mála eða hátíðarhlaðborð í Súlnasal. Eftir langan fundardag, eða bara Müllersæfingar í Vesturbæjarlauginni, jafnast ekkert á við margrétta kvöldseðilinn á Grillinu. Gestir hótelsins geta annars gert sínar æfingar í æfingasal hótelsins, farið í klippingu á hárgreiðslustofunni eða bara notið útsýnisins úr einu af 236 herbergjum hótelsins.

Hótel Saga var upphaflega reist af stórhuga bændum sem vildu tryggja sér góðan íverustað þegar þeir ráku erindi sín í höfuðborginni. Dugði þá ekkert minna en nýtísku hótelbygging eftir nýjustu straumum utan úr heimi. Síðan þá hefur Hótel Saga þjónað gestum og gangandi, hýst veislur til heiðurs erlendum þjóðhöfðingjum, gist geimfara, rokkstjörnur og að sjálfsögðu bændur í ríflega hálfa öld. Lothar Grund mótaði upprunalegt útlit herbergja, veislusala og annarra íverustaða Hótel Sögu á sínum tíma svo sem hið glæsilega stjörnuloft í Grillinu sem stendur enn sem minnisvarði um þann metnað sem lagt var í byggingu Hótel Sögu á sínum tíma og skilar sér nú áfram til næstu kynslóða þegar sagan heldur áfram.

Hótel Saga vill þannig treysta sambandið við uppruna sinn en um leið skapa nýjan spennandi vettvang fyrir borgarbúa, hótelgesti og eigendur sína: íslenska bændur. Matreiðslumeistarar okkar hafa þegar þróað matarstefnu þar sem hráefni er sótt beint til bænda og þróað í samstarfi við þá. Ferskt grænmeti, krydd og úrvals kjötvara sem verkuð er á staðnum tryggir gæði og umhverfisvæna nýtingu á öllu hráefni. Nýr veitingastaður byggður á þessari metnaðarfullu stefnu mun opna árið 2018 í anddyri hótelsins með ferskum afurðum frá býli í borg.

Kíkja á

local attractions signpost icon

Nágrennið:

Hótel Saga er staðsett í notalegu umhverfi Vesturbæjarins. Gestir geta gengið á vinsæl söfn, í Vesturbæjarlaugina og í hinn sögulega miðbæ Reykjavíkur. Staðsetning hótelsins býður gestum okkar uppá að njóta borgarinnar fram í fingurgóma.

Rooms Service

Herbergjaþjónusta

Það er auðvitað möguleiki að snæða hádegis- eða kvöldverð uppi á herbergi! Room Service matseðillinn okkar er í herbergjasjónvörpum og í „One Touch“ appinu okkar. Samlokur, nýbakað brauð úr bakaríi hótelsins og úrval af góðgæti er aðgengilegt til sölu allan sólarhringinn á Café Sögu á fyrstu hæð hótelsins.

Bed rooms icon

Herbergi

Herbergi og svítur hótelsins bjóða uppá fallegt útsýni yfir borgina, háskólasvæðið, eða sjávarsíðu Vesturbæjar. Þau eru meðal annars útbúin háhraða þráðlausu interneti og aðstöðu til þess að fá sér kaffi og te.

Knife and fork restaurant icon

Veitingastaðir

Byrjaðu daginn á fjölbreyttu morgunverðarhlaðborði hótelsins og endaðu daginn svo á léttum kvöldverði á Mímisbar. Þá tekur Grillið á efstu hæð hótelsins á móti gestum, miðvikudaga til laugardaga, með einstöku útsýni yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita.

Drink bar icon

Bar

Hótel barinn býður uppá úrval af íslenskum bjórum, vínum og ferskum drykkjum. Á barnum er hinn daglegi „Happy hour“ á sínum stað og þar er einnig er hægt að nálgast ljúffenga súpu dagsins og nýbakað brauð frá bakaríi hótelsins.

wellness

Heilsa og vellíðan

Hugaðu að líkama og sál. Hárgreiðslustofa, rakara- og snyrtistofa eru í kjallara hótelsins. Gestir hafa einnig aðgang í líkamsræktarsal hótelsins sér að kostnaðarlausu allan sólarhringinn.

Gift Shop icon

Bókaðu ferð:

Hægt er að velja úr næstum óendanlegu úrvali ferða á TourDesk síðu hótelsins – saga.tourdesk.is. Ef þú þarft aðstoð við að bóka eða við að finna hina fullkomnu ferð þá er starfsfólk okkar þér innan handar.

Meetings icon table and people

Fundir og viðburðir

Fjögur ár í röð hefur hótelið hlotið verðlaunin „Icelands leading business hotel“ og í ár höfum við verið tilnefnd í fimmta sinn. Ráðstefnudeild hótelsins býður uppá 6 fundarsali með stórum gluggum og getur tekið á móti allt að 970 fundagestum.

The Blog