Nú standa yfir endurbætur á hótelinu, við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem að framkvæmdirnar geta mögulega haft í för með sér og hlökkum til að sýna ykkur breytta og glæsilega Hótel Sögu.

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Experience Meetings


EXPERIENCE MEETINGS er nýtt fundarconcept hjá Radisson BLU keðjunni en þar er horft til allra þeirra fjölmörgu þátta sem þarf að huga að svo fundurinn verði eins árangursríkur og hægt er. Maturinn skipar þar stóran sess en unnið er með „Brain Food“ hugtakið en þar er eingöngu unnið með ferskt og gott hráefni í hæsta gæðaflokki. Þjónustan skipar einnig gríðarlega stóran sess , ekki eingöngu á meðan á fundinum stendur heldur frá því að fyrstu upplýsinga er leitað. Bókunardeildin hefur farið í gegnum mikla þjálfun til að aðstoða fundarskipuleggjendur við að fá sem mest út úr sínum fundum.