Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Herbergi


GISTING Í REYKJAVÍK MEÐ EINSTÖKU ÚTSÝNI

Radisson Blu Hótel Saga, sögufræga hótelið í Vesturbænum býður upp á 235 herbergi og svítur, herbergin eru falleg og með útsýni yfir miðborgina, út á hafið eða yfir háskólasvæðið. Þau eru gædd nútíma þægindum eins og háhraða þráðlausri nettengingu og aðgangi í líkamsræktarsal hótelsins, gestum okkar að kostnaðarlausu. Einnig bjóðum við upp á herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.

Sagan er okkur dýrmæt og í endurbótunum sem nú eiga sér stað á hótelinu erum við að innleiða söguna okkar í endurnýjun herbergjanna, tengja þau við náttúrulegt og sjálfbært nútíma þema og hönnun. Litasamsetning nýju Sögunnar skartar jarðar tónum sem er skírskotun til umhverfis okkar í náttúrinni.