Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Sagan heldur áfram


Sagan heldur áfram… Árið 2016 bættum við 27 glænýnjum Superior herbergjum við hótelið. Súlnasalur opnaði á ný í nóvember 2017 eftir að hafa gengist undir allsherjar endurnýjun. Funda og ráðstefnudeildin okkar ásamt Business Class herbergin hafa gengist undir endurbætur. 
Í nóvember 2018 var ný móttaka opnuð og nýr veitingastaður og bar á 1. hæð hótelsins, Mímir og Mímisbar. 

Frekari endurbætur munu halda áfram á herbergjum Hótel Sögu. Framkvæmdirnar eiga sér stað á virkum dögum á milli 9:00 og 18:00 og munum við reyna að ónáða gesti okkar eins lítið og mögulegt er.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem að framkvæmdirnar hafa í för með sér.

Við þökkum innilega fyrir skilninginn og hlökkum til að sýna ykkur nýja og glæsilega Hótel Sögu!