Water drop ripple effect

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Responsible Business – Á okkar ábyrgð


Hótelið starfar með ábyrgum hætti
Ábyrgð í umhverfismálum og nærsamfélaginu hafa árum saman verið mikilvægur hluti skuldbindinga um sjálfbæra þróun sem Radisson Hotel Group hefur tekist á hendur. Árið 2001 var skerp enn frekar á þessum áherslum og þær settar í forgrunn í verkefninu Responsible Business (RB). Hvert hótel fylgir eigin aðgerðaáætlun sem tengist samfélaginu, menningararfleifð, réttindum starfsmanna og barna, heilsueflingu og úrbótum í öryggis- og umhverfismálum.

Umhverfisstefna Radisson BLU Hótels Sögu
Stefna Radisson BLU Hótels Sögu er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Áhersla er lögð öðru fremur á eftirfarandi:

Orkuneysla: að minnka orkuneysluna á milli ára, þar er átt við rafmagn að mestu leyti en þó einnig gas í því mæli sem það er notað.

Vatnsneysla: stöðug vinna er hjá fyrirtækinu að minnka vatnsneyslu í öllum deildum með því að velja inn þau tæki sem hjálpa til með að spara vatn og einnig með fræðslu og upplýsingum til starfsmanna og gesta.

Úrgangur/rusl: mikil áhersla er á að minnka magn rusls og annars úrgangs og auka þá prósentu sem fer í endurvinnslu.

Til að halda umhverfisstefnunni á lofti þá leggja stjórnendur áherslu á eftirfarandi atriði: 

 • Fræða fólk um umhverfismál á námskeiðunum Responsible Business sem allir starfsmenn eru skyldugir til að sitja.
 • Deildarstjórar vinni að þeim málefnum sem þeir geta haft áhrif á innan sinnar deildar.
Hótelin starfa bæði með staðbundnum góðgerðafélögum og alþjóðlegu góðgerðastofnuninni World Childhood Foundation sem styrkt er af Radisson Hotel Group keðjunni. Markmið stofnunarinnar er að verja réttindi og stuðla að betri lífsskilyrðum barna sem eiga undir högg að sækja eða lifa í ánauð um heim allan.

Meðal árangursríkra RB verkefna þessa hótels má nefna: 
 • Allir starfsmenn hljóta fulla þjálfun í undirstöðuatriðum RB á fyrstu þremur mánuðum þeirra í starfi.
 • Allir starfsmenn hljóta þjálfun í skyndihjálp, auk þjálfunar og kennslu í notkun á handhægu hjartastuðtæki.
 • Hótelið safnar fé fyrir World Childhood Foundation.
Heilsuefling starfsmanna: 
 • Í mötuneyti starfsmanna er boðið upp á hollt og staðgott fæði.
 • Hótelið hvetur starfsmenn til hreyfingar með því að greiða hluta æfingagjalda í líkamsræktarstöðvar.
 • Árlega býðst starfsmönnum hótelsins að taka þátt í átaksverkefninu „Hjólað í vinnuna“ og safna stigum fyrir sitt lið með því að hjóla, hlaupa eða ganga í og úr vinnu í 20 daga. Auk heilsufarslegs ávinnings hefur þátttakan góð áhrif á starfsandann.
Verkefni í heimabyggð:
 • Bleikt kvöld á Grillinu til styrktar Bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini í konum.
 • Samstarf við Blóðbankann hvetur starfsfólk til að gerast blóðgjafar.
 • Viðburðir í samstarfi við Latabæ á Barnaspítala Hringsins.
Umhverfis Viðurkenningar
 • Green Key vottun frá 2014
 • GreenLeaders GOLD Award hjá TripAdvisor