Staðsetning
Upplifðu að vera í Reykjavík, nálægt miðbænum en fjarri hávaðanum. Reykjavík iðar nú af lífi og sjaldan hefur verið eins mikil uppspretta af nýjum börum, veitingastöðum og menningu í borginni. Radisson Blu Hótel Saga er staðsett í Vesturbæ Reykjavíkur, í stuttu göngufæri frá notalegu Vesturbæjarlauginni, fegurð Ægissíðunnar og hinum fræga Vesturbæjarís. Hótelið er einungis í um 10 mínútna göngufjarlægð frá borginni og er fjöldi bílastæða á staðnum. Rútur geta stoppað beint fyrir utan hótelið og á sumrin er líka hægt að leigja reiðhjól á hótelinu.
Hvernig á að komast á Radisson Blu Hótel Sögu frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavík?
Með bíl: Með þjóðvegi 41 í eðlilegri umferð tekur u.þ.b. 45 mínútur að komast á Radisson Blu Hótel Sögu.
Með rútu:
Þú getur bókað rútumiða frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavík, hér.
Með leigubíl: Utan við flugvöllinn getur þú fundið leigubíl. Hér fyrir neðan eru símanúmer þeirra fyrirtækja sem bjóða leigubílaþjónustu frá Keflavík til Reykjavíkur:
- A-stöðin: +354 420 1212 / +354 520 1212
- City-taxi: +354 422 2222
- Hreyfill taxi service: +354 421 4141 / +354 588 5522
- BSR: +354 561 0000
- Borgarbílastöðin: +354 552 2440
- Leigubílastöðin Taxi Service: +354 588 5500
Hvernig á að komast á Radisson Blu Hótel Sögu frá miðbæ Reykjavíkur?
Fótgangandi: Hótelið er aðeins í 10 mínútna göngufæri frá miðbæ Reykjavíkur.
Með strætó: Hér getur þú fundið allt um almenningssamgöngur í Reykjavík.
Með leigubíl: þurfir þú að hringja á leigubíl þá finnur þú símanúmer leigubíla hér fyrir neðan:
- Hreyfill taxi service: +354 421 4141 / +354 588 5522
- BSR: +354 561 0000