Nú standa yfir endurbætur á hótelinu, við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem að framkvæmdirnar geta mögulega haft í för með sér og hlökkum til að sýna ykkur breytta og glæsilega Hótel Sögu.
Northern Lights in Iceland

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Staðsetning


Upplifðu að vera í Reykjavík, nálægt miðbænum en fjarri hávaðanum. Reykjavík iðar nú af lífi og sjaldan hefur verið eins mikil uppspretta af nýjum börum, veitingastöðum og menningu í borginni. Þar sem hótelið er staðsett nálægt miðborginni geturðu baðað þig í menningunni en á sama tíma notið þess að sofa værum svefni í rólegu umhverfi Radisson Blu Hótel Sögu. Hótelið er einungis í um 10 mínútna göngufjarlægð frá borginni og er nægur fjöldi bílastæða á staðnum. Flugrútan í Keflavík fer beint frá hótelinu, strætó stoppar rétt fyrir utan hótelið og innanlandsflugvöllurinn er í fimm mínútna fjarlægð. Á sumrin er líka hægt að leiga reiðhjól á hótelinu.