Nú standa yfir endurbætur á hótelinu, við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem að framkvæmdirnar geta mögulega haft í för með sér og hlökkum til að sýna ykkur breytta og glæsilega Hótel Sögu.
Northern Lights in Iceland

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Viðburðir


Í Reykjavík er alltaf nóg um að vera
Fjölmargar hátíðir og viðburðir eiga sér stað í Reykjavík á hverju ári sem endurspegla ríkulega menningu þjóðarinnar. Hótelið er vel staðsett fyrir þá sem vilja njóta þessara viðburða sem eru til dæmis:

Janúar

Þorrablót – Er íslensk veisla sem haldin þorra (oft á bóndadag) með þjóðlegum mat, drykk og siðum

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir – Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík, standa að leikunum. Á fimmta hundrað erlendra gesta koma til leikanna til viðbótar við 2000 íslenska þátttakendur.

Myrkir músikdagar – Myrkir músíkdagar hefur verið einn mikilvægasti vettvangur framsækinnar nútímatónlistar á Íslandi frá stofnun hátíðarinnar 1980. Hátíðin leggur áherslu á frumsköpun og tilraunastarfsemi og er umtalsverður hluti tónverkanna sem flutt verða á hátíðinni frumflutt.

Febrúar

Vetrarhátíð – Skammdegið er lýst upp með mögnuðum ljóslistaverkum á Vetrarhátið í Reykjavík Safnanótt, Fjöldi safna víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu bjóða þá upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá

SÓNAR hátíð – Sónar er alþjóðleg tónlistarhátíð tileinkuð þróaðri tónlist og nýmiðlun. Hátíðin var fyrst haldin í Barcelona árið 1994 og hefur upp frá því verið haldin þar þrjá daga í júní ár hvert.

Food and Fun hátiðin – Fólki gefst tækifæri til að fara út að borða hjá heimsins bestu kokkum á ýmsum veitingarstöðum í ReykjavíkMars

Hönnunar Mars – Hátíðin spannar vítt svið, þar sýna helstu hönnuðir þjóðarinnar það sem í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir stíga sín fyrstu skref.

Reykjavik Fashion Festival – Tískusýningar af ýmsum toga í höfuðborginni.

Eve Online Fanfest – EVE Fanfest er einstakt tækifæri fyrir íslenska EVE spilara til að hitta aðra flugmenn víða að og fræðast og skemmta sér.Apríl

Reykjavik Blúshátíð – Fjöldi íslenskra sem erlendra blústónlistarmanna halda tónleika víðsvegar um borgina.

Sumardagurinn Fyrsti

Maí

Listahátíð – Listahátíð í Reykjavík er árlegur vettvangur allra lista með sérstaka áherslu á nýsköpun og hið skapandi rými þar sem listirnar mætast. Hún var fyrst haldin árið 1970 og hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi síðan

Rite of Spring Music Festival – Fjölbreytt tónlistarhátíð þar sem íslenskir sem erlendir tónlistarmenn halda tónleika víðsvegar um borgina.

Júní

The Color Run of Iceland – Óhefðbundið hlaup er að ræða en þátttakendur hlaupa, skokka eða ganga fimm kílómetra og fara í gegnum svokallaðar litastöðvar við lok hvers kílómetra. Tilvalin fjölskylduskemmtun.

Sjómannadagur – Sjómannadagurinn hefur verið haldið hátíðlegur síðan 1938. Siglingar, leikir og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna.

17. Júni – Þjóðhátiðardagur íslendinga. Skrúðganga,leikir og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Sumarsólstöður

Ágúst

Menningarnótt – Menningarnótt er stærsta hátíð landsins. Dagskráin er þverskurður af menningar- og listflóru borgarinnar Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir borgarbúar geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru frá hádegi til miðnættis.Reykjavíkurmaraþonið

Reykjavik Gay Pride – Skrúðganga og fjölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Reykjavik jazz hátíð – Jazzhátíð Reykjavíkur freistar þess að bjóða uppá það besta í íslenskri jazztónlist.

September

Reykjavik International Film Festival (RIFF) – RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einhver stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð.

Reykjavik International Literary Festival – Alþjóðleg bókmenntahátíð

Október

SLATUR International Music Festival – Alþjóðlega tónlistarhátíð

Nóvember

Iceland Airwaves – Stærsta og vinsælasta tónlistarhátiðin á Íslandi. Um 650 tónleikar víðsvegar um Reykjavík verða haldnir á meðan hátíðnni stendur.Desember

Þorlaksmessa

Gamlárskvöld