Nú standa yfir endurbætur á hótelinu, við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem að framkvæmdirnar geta mögulega haft í för með sér og hlökkum til að sýna ykkur breytta og glæsilega Hótel Sögu.

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Verðlaun og viðurkenningar


Grænir Leiðtogar GULL – TripAdvisor umhverfisverðlaunin

Radisson Blu Hótel Saga hefur verið valið til að taka þátt í TripAdvisor® GreenLeaders™ verkefninu sem felst í því að aðstoð ferðamenn um allan heim að bóka “grænni” ferðir með því að sérmerkja hótel og B&B sem taka þátt í umhverfis vænni starfsemi.
 

Græni Lykillinn - Allt er vænt sem vel er grænt!

Græni lykillinn, eða Green Key, er útbreiddasta alþjóðlega umhverfisviðurkenningin sem snýr að hótelum og gististöðum og hefur verið starfrækt í 20 ár. Á síðasta ári fengu rúmlega 2300 staðir viðurkenninguna í 46 löndum um heim allan. Græni lykillinn er veittur til hótela og gististaða, ráðstefnusala, veitingastaða, safna, tjaldstæða og skemmtigarða. Til þess að hljóta viðurkenninguna þurfa rekstraraðilar að uppfylla umhverfisskilyrði er lúta að tólf umhverfisþáttum, s.s. vistvænum innkaupum, úrgangsstjórnun og orkusparnaði. Græni lykillinn leggur áherslu á að minnka umhverfisáhrif hótelsins, draga úr rekstrarkostnaði og stuðla að sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar. Radisson BLU hótel Saga hefur verið handhafi Græna lykilsins síðan 2014.
 

Verðlaun World Travel Awards – Iceland´s Leading Business Hotel og Iceland´s Leading Resort

Radisson Blu Hótel Saga hefur hlotið hin virtu World Travel Award, bæði sem leiðandi viðskiptahótel og leiðandi dvalarstaður ferðamanna hér á landi. Þessi eftirsóttu verðlaun ferðaþjónustunnar eru veitt í ýmsum flokkum. World Travel Awards, sem fyrst voru kynnt árið 1993, eru veitt á ákveðnum markaðssvæðum: Afríku, Austurlöndum fjær, Karíbahafinu, Mið-Ameríku, Evrópu, Miðausturlöndum, Norður Ameríku og Suður Ameríku. Kjör ræður niðurstöðunni en atkvæði greiða þúsundir stjórnenda frá yfir 160 löndum. Verðlaunin staðfesta gæði þeirrar þjónustu sem allir gestir Radisson Blu Hótel Sögu njóta, alla daga ársins. Radisson BLU Hótel Saga hlaut titilinn Leiðandi dvarlarstaður ferðamanna á Íslandi árið 2014. Einnig er hótelið handhafi titilsins sem Leiðandi viðskiptahótel á Íslandi árið 2014, 2015 og 2016!
 

Grillið hlaut verðlaunin TripAdvisor® Certificate of Excellence

Veitingahúsið Grillið á efstu hæð Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík hlaut TripAdvisor® Certificate of Excellence 2014 og 2015. Viðurkenningin er veitt viðkomustöðum, veitinga- og gististöðum sem finna má á vef TripAdvisor® og hafa haldið hæstu einkunnagjöf notenda á öllum sviðum, eða á milli fjögurra og fimm punkta. Viðurkenningin endurspeglar einnig fjölda nýlegra umsagna notenda vefsins.