Nú standa yfir endurbætur á hótelinu, við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem að framkvæmdirnar geta mögulega haft í för með sér og hlökkum til að sýna ykkur breytta og glæsilega Hótel Sögu.

Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Veitingastaðir


Veitingastaðir Hótel Sögu bjóða upp á girnileg hlaðborð og frábæra matarupplifun.

Á hótelinu eru fjölmargir valkostir þegar kemur að matarupplifun. Morgunverðarhlaðborðið okkar hlýtur mikið lof frá gestunum og er tilvalið til þess að byrja daginn. Á hverju kvöldi bjóðum við upp á léttan kvöldverð á Mímisbar.

Grillið á efstu hæð Hótel Sögu tekur á móti gestum frá miðvikudögum til laugardaga og býður upp á einstakt útsýni fyrir Reykjavík og nærliggjandi fjöll og firði. Grillið er á lista TripAdvisor yfir fimmtán bestu veitingastaði Reykjavíkur og kemur einnig fram í hinum víðfræga lista Michelin. Verðlaunakokkarnir á Grillinu bjóða upp á fyrsta flokks gæði úr fersku, íslensku hráefni.

Haustið 2018 mun nýr veitingastaður og bar opna á 1. hæð hótelsins. Þar verður lögð áhersla á beint frá býli og einnig svokallaða „head to tail“ matarstefnu. Spennandi réttir og lifandi stemmning mun einkenna staðinn sem mun einnig leggja mikla áherslu á skemmtilega drykki.

Nú standa yfir endurbætur á Hótelinu, við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þær kunna að hafa í för með sér. Ef að einhverjar spurningar vakna, hafðu þá vinsamlegast samband við okkur með því að ýta á ONE TOUCH hnappinn á símanum á hótel herberginu. Opnunartímar veitingastaðana okkar á meðan á framkvæmdum stendur eru undir veitingastaða valinu hér fyrir neðan.